Innlent

Saka launanefnd sveitarfélaga um láglaunastefnu

Frá Hafnarfirði
Frá Hafnarfirði MYND/Stefán Karlsson

Tvö starfsmannafélög saka launanefnd sveitarfélaganna um að standa fyrir láglaunastefnu og mismunun sem sé ólíðandi. Munað getur allt að tíu til tólf launaflokkum á milli sveitarfélaga fyrir sambærileg störf.

Starfsmannafélögin sem um ræðir eru Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Bæði félögin hafa samþykkt ályktanir þar sem launanefnd sveitarfélaganna er borin þungum sökum.Bæði félögin skora á bæjar- og sveitarstjórnir að afturkalla samningsumboð sitt til launanefndar sveitarfélaga og taka upp sjálfstæða og uppbyggilega launastefnu sem byggir á forsendum sveitarfélagsins.

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar segir alvarlegan trúnaðarbrest vera kominn upp milli starfsmanna og yfirvalda þar sem farið er eftir hörðustu láglaunamarkmiðum launanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×