Innlent

Ekkert athugavert við viðskiptin

KB banki.
KB banki.

Stjórnendur KB-banka vísa því á bug að nokkurt hafi verið athugavert við útboð þeirra sama dag og Íbúðalánasjóður efndi til síðasta útboðs síns. Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs telur KB-banka hafa tímasett útboðið til að hækka vexti Íbúðalánasjóðs.

Gunnar S. Björnsson, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að KB-banki hefði staðið þannig að verðbréfaútboði sínu 22. nóvember síðastliðinn að ljóst væri að bankinn hefði ætlað að hafa áhrif á vaxtakjör Íbúðalánasjóðs og þar með þá vexti sem sjóðurinn gæti boðið viðskiptavinum sínum.

Ingólfur Helgason, forstjóri KB-banka segir þessi orð Gunnars með ólíkindum og vísar því alfarið á bug að bankinn hafi reynt að hafa áhrif á útboð Íbúðalánasjóðs. Útboð bankans þennan dag hafi hvorki verið óvenjulegt hvað magn né verð varðar og því ekkert orsakasamhengi milli útboðanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×