Innlent

SAS hyggst fljúga milli Keflavíkur og Oslóar

SAS-Braathens, sem er norski armur SAS samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur frá og með 26. mars og fljúga hingað þrisvar í viku. Bókunarkerfið verður í líkingu við kerfi lágfargjaldafélaganna og ódýrasta far á milli Reykjavíkur og Oslóar, aðra leiðina, verður 7.500 íslenskar krónur með flugvallarsköttum. Flogið verður í allt sumar til að byrja með og síðan metið hvort haldið verður áfram í vetraráætluninni næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×