Innlent

Rauð jól í Reykjavík

Jólin í Reykjavík verða rauð. Krakkar dönsuðu í kringum jólatréð á Austurvelli í gær. Austurvöllur verður jafn marauður um jólin, segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, sem spáir rauðum jólum sunnanlands en hvítum fyrir norðan.
Jólin í Reykjavík verða rauð. Krakkar dönsuðu í kringum jólatréð á Austurvelli í gær. Austurvöllur verður jafn marauður um jólin, segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, sem spáir rauðum jólum sunnanlands en hvítum fyrir norðan.

Jólin verða rauð með hvítum flekkjum á höfuðborgarsvæðinu segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur. Norðlendingar geta hins vegar átt von á hvítum jólum. Austan- og vestanlands verða jólin ekki snjóþung en gætu þó orðið hvít.

"Mér sýnist þetta verða niðurstaðan sé rýnt í heildaryfirbragð kortanna," segir Sigurður. Rúmar tvær vikur eru til jóla og bendir Sigurður á að erfitt geti verið að spá um veður svo langt fram í tímann. "En ég læt slag standa," segir Sigurður, sem betur er þekktur sem Siggi stormur. Veðurklúbbur Dalvíkinga spáir einnig hvítum jólum á Norður­landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×