Verulega dregur úr vaxtabyrði ríkisins 8. desember 2005 06:00 Fjárlagaumræða. Skuldir ríkissjóðs eru nú einungis 10 prósent af landsframleiðslu segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar. "Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs er sterk. Tekjuafgangur er 19,5 milljarðar króna," sagði Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins sem varð að lögum frá Alþingi í gær. "Þetta eru nærri tvö prósent af landsframleiðslu sem er meiri afgangur en flestar Evrópuþjóðir geta státað af um þessar mundir. Það verður haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs og má gera ráð fyrir að þær muni nema 10 prósentum af landsframleiðslu í árslok 2006 sem er gríðarleg breyting frá því sem var fyrir áratug þegar þetta hlutfall var nálægt því 50 prósent." Magnús bætti við að vaxtagjöld ríkissjóðs væru nú sjöundi stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs en hefði verið annar til þriðji stærsti útgjaldaliðurinn fyrir um áratug. Magnús sagði jafnframt að útgjöld til velferðarmála væru aukin þvert á það sem stjórnarandstaðan héldi fram. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Fjárlagaumræða Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, taldi rétt að vinstri grænir og frjálslyndir sameinuðust í einn flokk. Framlög til mennta- og menningarmála væru meira en 12 prósentum hærri en árið 2005 eða sem næmi 4,4 milljörðum króna. "Hér er ellefta árið í röð verið að létta byrðum af þeim tekjuhæstu og leggja þær á hina tekjulægstu og auka þannig misskiptinguna í íslensku samfélagi," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. "Aðaltekjur ríkissjóðs eru að verða skattar á viðskiptahallann og þensluna. Það eru ekki traustar tekjur," sagði Jón Bjarnason, vinstri grænum, í umræðunni og bætti við að hátæknifyrirtæki og aðrar útflutningsgreinar blæddu fyrir stefnu stjórnvalda. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Fjárlagaumræða Hart hefur verið deilt á menntamálaráðherra vegna erfiðrar fjárhagsstöðu háskóla og framhaldsskóla. Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru allar felldar. Má þar nefna, tillögu um lækkun matarskatts og hækkun persónuafsláttar, aukin framlög til háskóla og framhaldsskólanna. Felld var tillaga um að horfið yrði frá einkarekstri listdanskennslu. Skert framlög til Mannréttindaskrifstofunnar voru harðlega gagnrýnd og hét stjórnarandstaðan því að fylgja því máli betur eftir. Tillaga um 600 milljóna króna framlag til efnda á samningi við Öryrkjabandalagið var felld. Tillaga um 500 milljóna króna framlag til að endurreisa fjárhag Byggðastofnunar var einnig felld. "Þetta er gott frumvarp og hefur batnað," sagði Pétur H. Blöndal þingmaður Sjáflstæðisflokksins. Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
"Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs er sterk. Tekjuafgangur er 19,5 milljarðar króna," sagði Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins sem varð að lögum frá Alþingi í gær. "Þetta eru nærri tvö prósent af landsframleiðslu sem er meiri afgangur en flestar Evrópuþjóðir geta státað af um þessar mundir. Það verður haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs og má gera ráð fyrir að þær muni nema 10 prósentum af landsframleiðslu í árslok 2006 sem er gríðarleg breyting frá því sem var fyrir áratug þegar þetta hlutfall var nálægt því 50 prósent." Magnús bætti við að vaxtagjöld ríkissjóðs væru nú sjöundi stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs en hefði verið annar til þriðji stærsti útgjaldaliðurinn fyrir um áratug. Magnús sagði jafnframt að útgjöld til velferðarmála væru aukin þvert á það sem stjórnarandstaðan héldi fram. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Fjárlagaumræða Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, taldi rétt að vinstri grænir og frjálslyndir sameinuðust í einn flokk. Framlög til mennta- og menningarmála væru meira en 12 prósentum hærri en árið 2005 eða sem næmi 4,4 milljörðum króna. "Hér er ellefta árið í röð verið að létta byrðum af þeim tekjuhæstu og leggja þær á hina tekjulægstu og auka þannig misskiptinguna í íslensku samfélagi," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. "Aðaltekjur ríkissjóðs eru að verða skattar á viðskiptahallann og þensluna. Það eru ekki traustar tekjur," sagði Jón Bjarnason, vinstri grænum, í umræðunni og bætti við að hátæknifyrirtæki og aðrar útflutningsgreinar blæddu fyrir stefnu stjórnvalda. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Fjárlagaumræða Hart hefur verið deilt á menntamálaráðherra vegna erfiðrar fjárhagsstöðu háskóla og framhaldsskóla. Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru allar felldar. Má þar nefna, tillögu um lækkun matarskatts og hækkun persónuafsláttar, aukin framlög til háskóla og framhaldsskólanna. Felld var tillaga um að horfið yrði frá einkarekstri listdanskennslu. Skert framlög til Mannréttindaskrifstofunnar voru harðlega gagnrýnd og hét stjórnarandstaðan því að fylgja því máli betur eftir. Tillaga um 600 milljóna króna framlag til efnda á samningi við Öryrkjabandalagið var felld. Tillaga um 500 milljóna króna framlag til að endurreisa fjárhag Byggðastofnunar var einnig felld. "Þetta er gott frumvarp og hefur batnað," sagði Pétur H. Blöndal þingmaður Sjáflstæðisflokksins.
Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira