Erlent

Réttarhöldin sögð vafasöm

Þrír sakborningar í dómsmáli vegna uppþotanna í Úsbekistan í maí viðurkenndu í gær að hafa fengið þjálfun í búðum herskárra múslima í nágrannaríkinu Kirgistan. Þá segja vitni að Bandaríkjamenn hafi styrkt uppreisnarmennina. Mannréttindasamtök telja að vitnisburðurinn hafi verið fenginn fram með pyntingum og að um sýndarréttarhöld sé að ræða. Rúmlega 700 borgarar eru sagðir hafa beðið bana í aðgerðum lögreglunnar í Andijan í maí síðastliðnum. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðfarirnar, sem þau segja hafa verið nauðsynlegar til að berja niður öfgamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×