Erlent

Sheehan handtekin

Cindy Sheehan, móðir bandarísks hermanns sem féll í átökum í Írak á síðasta ári, var handtekin í gær fyrir utan Hvíta húsið í Washington þar sem hún stóð fyrir mótmælum. Sheehan vakti heimsathygli fyrr í sumar þegar hún tjaldaði fyrir utan búgarð George W. Bush Bandaríkjaforseta til að mótmæla stríðinu í Írak. Í gær andæfði hún stríðinu ásamt nokkur hundruð mótmælendum í höfuðborginni. Lögregla sagði hana og tvo aðra mótmælendur hafa hunsað fyrirmæli sín og því voru þau tekin föst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×