Erlent

Engar fregnir af manntjóni

Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta gekk yfir Texas og Louisiana í Bandaríkjunum á laugardaginn. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni vegna veðurofsans. Töluverð flóð urðu í suðurhluta Louisiana í kjölfar fellibylsins, einna mest í bænum Erath þar sem heilu hverfin hurfu undir vatn. Skemmdir og manntjón af völdum Rítu er þó mun minna, en eftir fellibylsins Katrínar fyrir fjórum vikum, en ekki færri en þúsund manns létu lífið í þeim hamförum. Hundruðum manna, sem hafa hvorki komist lönd né strönd, hefur verið bjargað frá heimilum sínum frá því um helgina og leita björgunarsveitarmenn nú á hamfarasvæðunum, bæði í Texas og Louisiana, til að kanna hvort einhverjir hafi farist. Leifar fellibylsins Rítu hafa valdið nokkrum hvirfilbiljum í Alabama, en í bænum Tuscaloosa hafa fjórir byljir riðið yfir undanfarinn sólarhring. Fjöldi heimila hefur skemmst og vitað er um tvo menn sem slösuðust í óveðrinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×