Tímamótaákvörðun leiðtogafundar 26. september 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun