Tímamótaákvörðun leiðtogafundar 26. september 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun