Erlent

Árás við olíumálaráðuneyti Íraks

Að minnsta kosti sjö manns féllu og um 30 særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við olíumálaráðuneyti Íraks í morgun. Maður keyrði bíl sínum inn í strætisvagn með fyrrgreindum afleiðingum en í vagninum voru aðallega starfsmenn ráðuneytisins á leið til vinnu sinnar. Talið er að al-Qaida hafi verið að verki en samtökin lýstu í gær ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Bagdad sem varð að minnsta kosti níu manns að bana. Árásum samtakanna fjölgar stöðugt í Írak en talið er að al-Zarqawi, leiðtogi samtakanna, standi fyrir þeim flestum og hafa 25 milljónir dollara, eða rúmlega 1,5 milljarður íslenskra króna, verið settar honum til höfuðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×