Erlent

Skutu eldflaugum á Gasaborg

Ísraelskar hersveitir skutu tveimur eldflaugum á Gasaborg í morgun með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í allri austanverðri borginni. Eldflaugarnar lentu á verksmiðjubyggingu þar sem Ísraelar segja að fari fram vopnaframleiðsla en Palestínumenn segja það ekki vera rétt. Enginn særðist í árásinni. Mahmud Zahar, einn af leiðtogum Hamas-samtaka Palestínumanna, sagði í gærkvöld að samtökin myndu hætta að skjóta heimatilbúnum eldflaugum á bæi í Ísrael en samtökin hafa skotið tugum eldflauga á ísraelsk þorp við landamæri Gasasvæðisins undanfarna tvo daga. Ólíklegt þykir þó að staðið verði við þau orð eftir árásirnar í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×