Stórveldi með þrjá starfsmenn 17. júlí 2005 00:01 Sumarið 1886 kom hópur manna saman á Grund í Eyjafirði í því augnamiði að stofna Pöntunarfélag Eyjafjarðar og hálfu ári síðar var nafni félagsins breytt í Kaupfélag Eyfirðinga. Lungann úr síðustu öld var KEA stórveldi í íslensku viðskiptalífi og hentu ýmsir að því gaman að KEA ætti allt á Akureyri, nema Akureyrarkirkju. Vissulega átti KEA ekki kirkjuna en lagði þó drjúgan skerf til byggingar hennar. Starfsemi kaupfélaga, hringinn í kringum landið, þandist út þegar líða tók á síðustu öld og var KEA eitt helsta flaggskip Sambands íslenskra samvinnufélaga Félagið kom ekki einungis að verslun með varning af öllum toga heldur var Kaupfélag Eyfirðinga umsvifamikið í iðnaði, úrvinnslu landbúnaðarafurða, útgerð og fiskvinnslu. Verulega tók að halla undan fæti hjá kaupfélögunum á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Kaupfélögunum tókst ekki að laga sig að nýrri hugsun í verslunarrekstri, og viðskiptum almennt, og mörg þeirra fóru í þrot. Árið 1998 voru rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga 10,6 milljarðar króna. Afskriftir ársins námu 725 milljónum króna og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 660 milljónir. Tapið árið 1998 var 788 milljónir króna og heildar skuldir félagsins í árslok voru sléttir 10 milljarðar króna. Kaupfélag Eyfirðinga var ekki komið að fótum fram en ágjöf undanfarinna ára setti mark sitt á fjárhagslega burði félagsins og í árslok 1998 var eigið fé KEA 2,1 milljarður króna. Undir lok síðustu aldar var stjórnendum Kaupfélags Eyfirðinga ljóst að umbylta þyrfti rekstri félagsins ef ekki ætti illa að fara. Þeim aðgerðum lauk 1. janúar 2002. Þá urðu vatnaskil í starfsemi KEA með stofnun fjárfestingafélagsins Kaldbaks. Eignarhlutur KEA í Kaldbaki var 71,6 prósent en félagið tók við öllum eignum, skuldum og skuldbyndingum KEA. Kaldbakur óx og dafnaði og í september 2004 seldi KEA allan eignarhlut sinn til Kaldbaks sjálfs. Í kjölfarið eignaðist Burðarás 77 prósenta hlut í félaginu og var Kaldbakur leystur upp. KEA fékk samtals rúma 3,7 milljarða króna fyrir hlut sinn í Kaldbaki. Þar af var tæpur 2,1 milljarður króna greiddur með hlutafé í Samherja en 1.653 milljónir króna í reiðufé fóru á bankareikninga Kaupfélags Eyfirðinga. Vegna sölunar á hlut KEA í Kaldbaki var methagnaður af starfsemi félagsins í fyrra eða tæpir tveir milljarðar króna og eigið fé í árslok var rúmir fjórir milljarðar. KEA í dag Sem fyrr er Kaupfélag Eyfirðinga áberandi í norðlensku viðskiptalífi en starfsmenn á launaskrá eru ekki lengur á annað þúsund, eins og þegar mest var, heldur eru þeir þrír: Framkvæmdastjóri, fjárfestingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Verslunarrekstur og annar beinn atvinnurekstur heyrir sögunni til en félagið á hlut í mörgum fyrirtækjum. Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA útdeilir tugum milljóna árlega til margvíslegra málefna í formi styrkja. Markmið Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar er að styrkja atvinnulífið, bæta samgöngur og hlúa að mennta-, menningar- og íþróttamálum á starfssvæði KEA sem er Eyjafjörður og Þingeyjarsýslurnar. Félagið er því einskonar blanda af staðbundinni byggðastofnun og átthagabundnu framfarafélagi. Munurinn á KEA og öðrum svæðisbundnum velferðarfélögum á Íslandi er að í krafti mikils fjárstyrks er KEA kleift að hrinda mörgum stórum málum í framkvæmd á sama tíma. Á undanförnum mánuðum hefur KEA verið áberandi í umræðunni um samgöngubætur í einkaframkvæmd. Flugvallarframkvæmdir, vegagerð og jarðgöng hafa verið á borði stjórnar KEA undanfarin misseri og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, að svo verði áfram. KEA hefur einnig brotið blað hvað varðar aðkomu félags í almenningseigu að flutningi opinberra stofnana og verkefna frá höfuðborgarsvæðinu út á land. KEA er tilbúið að leggja fram hundruð milljóna króna til að fjölga störfum á starfssvæði félagsins. Í því sambandi hefur KEA átt í viðræðum við tvö ráðuneyti; viðskipta- og iðnaðarráðuneytið annars vegar og sjávarútvegsráðuneytið hins vegar. Nýlega keypti KEA stóra húseign á Akureyri sem félagið hyggst bjóða opinberum stofnunum og einkaaðilum afnot af en kaupverð húseignarinnar var rúmar 100 milljónir króna. Þá hefur KEA einnig lýst yfir áhuga á að kaupa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og flytja starfsemina norður en velta ÍSOR er um hálfur milljarður króna. "Við horfum til allra átta í stöðugri leit að verkefnum sem eflt geta norðlenskt samfélag. Markmið okkar er að fjölga störfum, styrkja atvinnulífið, hækka þekkingarstig vinnuaflsins og vinna almennt að auknum lífsgæðum og fjölgun tækifæra fyrir þá íbúa sem kjósa sér búsetu á starfssvæði KEA," segir Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Sumarið 1886 kom hópur manna saman á Grund í Eyjafirði í því augnamiði að stofna Pöntunarfélag Eyjafjarðar og hálfu ári síðar var nafni félagsins breytt í Kaupfélag Eyfirðinga. Lungann úr síðustu öld var KEA stórveldi í íslensku viðskiptalífi og hentu ýmsir að því gaman að KEA ætti allt á Akureyri, nema Akureyrarkirkju. Vissulega átti KEA ekki kirkjuna en lagði þó drjúgan skerf til byggingar hennar. Starfsemi kaupfélaga, hringinn í kringum landið, þandist út þegar líða tók á síðustu öld og var KEA eitt helsta flaggskip Sambands íslenskra samvinnufélaga Félagið kom ekki einungis að verslun með varning af öllum toga heldur var Kaupfélag Eyfirðinga umsvifamikið í iðnaði, úrvinnslu landbúnaðarafurða, útgerð og fiskvinnslu. Verulega tók að halla undan fæti hjá kaupfélögunum á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Kaupfélögunum tókst ekki að laga sig að nýrri hugsun í verslunarrekstri, og viðskiptum almennt, og mörg þeirra fóru í þrot. Árið 1998 voru rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga 10,6 milljarðar króna. Afskriftir ársins námu 725 milljónum króna og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 660 milljónir. Tapið árið 1998 var 788 milljónir króna og heildar skuldir félagsins í árslok voru sléttir 10 milljarðar króna. Kaupfélag Eyfirðinga var ekki komið að fótum fram en ágjöf undanfarinna ára setti mark sitt á fjárhagslega burði félagsins og í árslok 1998 var eigið fé KEA 2,1 milljarður króna. Undir lok síðustu aldar var stjórnendum Kaupfélags Eyfirðinga ljóst að umbylta þyrfti rekstri félagsins ef ekki ætti illa að fara. Þeim aðgerðum lauk 1. janúar 2002. Þá urðu vatnaskil í starfsemi KEA með stofnun fjárfestingafélagsins Kaldbaks. Eignarhlutur KEA í Kaldbaki var 71,6 prósent en félagið tók við öllum eignum, skuldum og skuldbyndingum KEA. Kaldbakur óx og dafnaði og í september 2004 seldi KEA allan eignarhlut sinn til Kaldbaks sjálfs. Í kjölfarið eignaðist Burðarás 77 prósenta hlut í félaginu og var Kaldbakur leystur upp. KEA fékk samtals rúma 3,7 milljarða króna fyrir hlut sinn í Kaldbaki. Þar af var tæpur 2,1 milljarður króna greiddur með hlutafé í Samherja en 1.653 milljónir króna í reiðufé fóru á bankareikninga Kaupfélags Eyfirðinga. Vegna sölunar á hlut KEA í Kaldbaki var methagnaður af starfsemi félagsins í fyrra eða tæpir tveir milljarðar króna og eigið fé í árslok var rúmir fjórir milljarðar. KEA í dag Sem fyrr er Kaupfélag Eyfirðinga áberandi í norðlensku viðskiptalífi en starfsmenn á launaskrá eru ekki lengur á annað þúsund, eins og þegar mest var, heldur eru þeir þrír: Framkvæmdastjóri, fjárfestingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Verslunarrekstur og annar beinn atvinnurekstur heyrir sögunni til en félagið á hlut í mörgum fyrirtækjum. Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA útdeilir tugum milljóna árlega til margvíslegra málefna í formi styrkja. Markmið Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar er að styrkja atvinnulífið, bæta samgöngur og hlúa að mennta-, menningar- og íþróttamálum á starfssvæði KEA sem er Eyjafjörður og Þingeyjarsýslurnar. Félagið er því einskonar blanda af staðbundinni byggðastofnun og átthagabundnu framfarafélagi. Munurinn á KEA og öðrum svæðisbundnum velferðarfélögum á Íslandi er að í krafti mikils fjárstyrks er KEA kleift að hrinda mörgum stórum málum í framkvæmd á sama tíma. Á undanförnum mánuðum hefur KEA verið áberandi í umræðunni um samgöngubætur í einkaframkvæmd. Flugvallarframkvæmdir, vegagerð og jarðgöng hafa verið á borði stjórnar KEA undanfarin misseri og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, að svo verði áfram. KEA hefur einnig brotið blað hvað varðar aðkomu félags í almenningseigu að flutningi opinberra stofnana og verkefna frá höfuðborgarsvæðinu út á land. KEA er tilbúið að leggja fram hundruð milljóna króna til að fjölga störfum á starfssvæði félagsins. Í því sambandi hefur KEA átt í viðræðum við tvö ráðuneyti; viðskipta- og iðnaðarráðuneytið annars vegar og sjávarútvegsráðuneytið hins vegar. Nýlega keypti KEA stóra húseign á Akureyri sem félagið hyggst bjóða opinberum stofnunum og einkaaðilum afnot af en kaupverð húseignarinnar var rúmar 100 milljónir króna. Þá hefur KEA einnig lýst yfir áhuga á að kaupa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og flytja starfsemina norður en velta ÍSOR er um hálfur milljarður króna. "Við horfum til allra átta í stöðugri leit að verkefnum sem eflt geta norðlenskt samfélag. Markmið okkar er að fjölga störfum, styrkja atvinnulífið, hækka þekkingarstig vinnuaflsins og vinna almennt að auknum lífsgæðum og fjölgun tækifæra fyrir þá íbúa sem kjósa sér búsetu á starfssvæði KEA," segir Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira