Enginn viðbúnaður vegna komu Snoop 17. júlí 2005 00:01 Listamaðurinn umdeildi Snoop Dogg kemur til landsins í dag með fríðu föruneyti og heldur tónleika í Egilshöll í kvöld. Enginn sérstakur viðbúnaður verður hjá tollgæslunni á Reykjavíkuflugvelli þegar hann kemur, þrátt fyrir orðspor kappans um hassneyslu. Tónleikarnir á Íslandi eru lokatónleikar í heimstúr listamannsins. Hann kemur til landsins í dag með um 30 manna fylgdarliði í einkaþotu frá Þýskalandi þar sem hann hélt tónleika í gærkvöldi. Hann heldur svo til heimaslóðanna í Bandaríkjunum í fyrramálið. Heimstúrinn endar því í Egilshöll í kvöld með miklum tilþrifum. Tónleikarnir byrja klukkan átta og ætlar meðal annars hljómsveitin Hæsta hendin að hita upp fyrir rapparann. Tollstjórinn í Reykjavík ætlar ekki að vera með sérstakan viðbúnað á Reykjavíkurflugvelli þegar Snoop kemur til landsins að sögn Fréttablaðsins í dag. Snoop hefur verið þekktur fyrir mikla hassneyslu, þrátt fyrir að segjast vera hættur henni, en hefðbundið eftirlit verður á vellinum sem felur í sér að leita stöku sinni í farangri komufarþega og í sumum tilfellum er fíkniefnahundur á staðnum. Egilshöll getur tekið við 7000 manns á tónleikana og stuttu fyrir hádegi voru nokkur hundruð miðar eftir óseldir en Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Event, segist búast við að þeir seljist hratt fyrir kvöldið. Listamaðurinn gerði þónokkrar kröfur til Event-manna eins og margir aðrir listamenn en hann hefur meðal annars óskað eftir einum pakka af Fishermans Friend, 20 flöskum af vatni, tveimur tylftum af ýmsum gosdrykkjum, fimm pökkum af vindlum með ferskjubragði og nóg af sælgæti. Ísleifur segir fullkomnlega eðlilegt að hann geri þessar kröfur, enda hafi hann ferðast um heiminn í rúman mánuð og vilji geta gengið að sömu hlutunum hvar sem er í heiminum. Snoop hefur sýnt áhuga á að kíkja á skemmtanalífið eftir tónleikana í kvöld og því er aldrei að vita nema sjá megi kappann með flétturnar danglandi, rölta niður Laugaveginn í nótt. Innlent Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Listamaðurinn umdeildi Snoop Dogg kemur til landsins í dag með fríðu föruneyti og heldur tónleika í Egilshöll í kvöld. Enginn sérstakur viðbúnaður verður hjá tollgæslunni á Reykjavíkuflugvelli þegar hann kemur, þrátt fyrir orðspor kappans um hassneyslu. Tónleikarnir á Íslandi eru lokatónleikar í heimstúr listamannsins. Hann kemur til landsins í dag með um 30 manna fylgdarliði í einkaþotu frá Þýskalandi þar sem hann hélt tónleika í gærkvöldi. Hann heldur svo til heimaslóðanna í Bandaríkjunum í fyrramálið. Heimstúrinn endar því í Egilshöll í kvöld með miklum tilþrifum. Tónleikarnir byrja klukkan átta og ætlar meðal annars hljómsveitin Hæsta hendin að hita upp fyrir rapparann. Tollstjórinn í Reykjavík ætlar ekki að vera með sérstakan viðbúnað á Reykjavíkurflugvelli þegar Snoop kemur til landsins að sögn Fréttablaðsins í dag. Snoop hefur verið þekktur fyrir mikla hassneyslu, þrátt fyrir að segjast vera hættur henni, en hefðbundið eftirlit verður á vellinum sem felur í sér að leita stöku sinni í farangri komufarþega og í sumum tilfellum er fíkniefnahundur á staðnum. Egilshöll getur tekið við 7000 manns á tónleikana og stuttu fyrir hádegi voru nokkur hundruð miðar eftir óseldir en Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Event, segist búast við að þeir seljist hratt fyrir kvöldið. Listamaðurinn gerði þónokkrar kröfur til Event-manna eins og margir aðrir listamenn en hann hefur meðal annars óskað eftir einum pakka af Fishermans Friend, 20 flöskum af vatni, tveimur tylftum af ýmsum gosdrykkjum, fimm pökkum af vindlum með ferskjubragði og nóg af sælgæti. Ísleifur segir fullkomnlega eðlilegt að hann geri þessar kröfur, enda hafi hann ferðast um heiminn í rúman mánuð og vilji geta gengið að sömu hlutunum hvar sem er í heiminum. Snoop hefur sýnt áhuga á að kíkja á skemmtanalífið eftir tónleikana í kvöld og því er aldrei að vita nema sjá megi kappann með flétturnar danglandi, rölta niður Laugaveginn í nótt.
Innlent Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira