Innlent

Gosminjar grafnar upp í Eyjum

Mynd/Vísir
Ákveðið hefur verið að byrja í vor að grafa upp gosminjar í Vestmannaeyjum. Ferðamálaráð hefur ákveðið að veita fimm milljóna króna styrk til verkefnisins sem gengur undir nafninu Pompei norðursins. Grafin verða upp nokkur hús sem standa undir vikurlagi og útbúið sýningarsvæði með upplýsingum um gosið. Að framkvæmdinni stendur Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja í nánu samstarfi við umhverfis- og framkvæmdasvið og fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar. Gert er ráð fyrir að hefja uppgröftinn fyrri hluta maímánaðar og á Goslokahátíðinni 2. júli í sumar er ætlunin að geta sýnt fyrstu rústirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×