Innlent

Norðurárdalslína komin í lag

Viðgerðarmönnum tókst að koma Norðurárdalslínu endanlega í lag rétt fyrir miðnætti þannig að allir raforkunotendur komust í samband. Rétt fyrir klukkan hálfátta í gærkvöldi rofnaði línan þegar verktaki var að sprengja í efnistökunámu vegna vegaframkvæmda rétt ofan við Munaðarnes. Varð þá rafmagnslaust á Bifröst og víðar í allt að 45 mínútur, eða þar til tókst að tengja fram hjá biluninni, en síðustu notendurnir fengu ekki rafmagn fyrr en um miðnætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×