Birgir og Friðrik á eftirlaunum 27. apríl 2005 00:01 Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira