Birgir og Friðrik á eftirlaunum 27. apríl 2005 00:01 Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira