Áfengi ógnar lýðheilsu landans 27. apríl 2005 00:01 "Það sem er mesta áhyggjuefnið eru þær hugmyndir sem uppi eru að auka aðgengi að áfengum drykkjum," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð. Niðurstöður könnunar um áfengisneyslu Íslendinga sem kynntar voru í gær benda meðal annars til að ungt fólki drekki oftar en áður og meira magn í hvert sinn. Sams konar könnun var gerð fyrir fjórum árum síðan og þrátt fyrir að um frumniðurstöður sé að ræða telja forsvarsmenn Lýðheilsustöðvar ljóst að vaxandi áfengisneysla ógni lýðheilsu Íslendinga. Fram kemur að þó að fjöldi þeirra sem neyta áfengis standa nokkuð í stað á þessu tímabili hefur magnið aukist og sérstaklega á það við um unga karlmenn. Drekka þeir að meðaltali tæpa tvo lítra af bjór meðan konurnar láta 1.3 lítra duga í hvert sinn. Bæði kyn hafa þó aukið neysluna síðan 2001. Hlutfall sterkra drykkja í neyslumynstrinu heldur áfram að minnka og fleiri drekka léttvín eða bjór í staðinn. Þó ber að taka fram að í þeim niðurstöðum sem birtar voru eru ekki tölur yfir drykkju heimabruggs né heldur drykkju svokallaðra blandaðra drykkja en slíkir drykkir eru afar vinsælir meðal ungs fólks. Ýmsir aðilar á borð við Samtök verslunarinnar og Samtök ferðaþjónustunnar hafa barist fyrir auðveldara aðgengi og lækkun gjalda á áfengi hér á landi og segist Rafn hafa af því vissar áhyggjur. "Þrátt fyrir að hugmyndin sé ekki að vera með neina forræðishyggju þá hefur það ítrekað sýnt sig að auðveldara aðgengi að áfengi, til að mynda í matvöruverslunum, eykur neyslu þegar í stað og það þrátt fyrir að eftirlit hafi verið aukið til muna á sama tíma. Við óttumst að hið sama verði hér uppi á teningnum en aukinni drykkju fylgir svo margt annað óæskilegt eins og heilsukvillar, ölvunarakstur og þar fram eftir götunum." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
"Það sem er mesta áhyggjuefnið eru þær hugmyndir sem uppi eru að auka aðgengi að áfengum drykkjum," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð. Niðurstöður könnunar um áfengisneyslu Íslendinga sem kynntar voru í gær benda meðal annars til að ungt fólki drekki oftar en áður og meira magn í hvert sinn. Sams konar könnun var gerð fyrir fjórum árum síðan og þrátt fyrir að um frumniðurstöður sé að ræða telja forsvarsmenn Lýðheilsustöðvar ljóst að vaxandi áfengisneysla ógni lýðheilsu Íslendinga. Fram kemur að þó að fjöldi þeirra sem neyta áfengis standa nokkuð í stað á þessu tímabili hefur magnið aukist og sérstaklega á það við um unga karlmenn. Drekka þeir að meðaltali tæpa tvo lítra af bjór meðan konurnar láta 1.3 lítra duga í hvert sinn. Bæði kyn hafa þó aukið neysluna síðan 2001. Hlutfall sterkra drykkja í neyslumynstrinu heldur áfram að minnka og fleiri drekka léttvín eða bjór í staðinn. Þó ber að taka fram að í þeim niðurstöðum sem birtar voru eru ekki tölur yfir drykkju heimabruggs né heldur drykkju svokallaðra blandaðra drykkja en slíkir drykkir eru afar vinsælir meðal ungs fólks. Ýmsir aðilar á borð við Samtök verslunarinnar og Samtök ferðaþjónustunnar hafa barist fyrir auðveldara aðgengi og lækkun gjalda á áfengi hér á landi og segist Rafn hafa af því vissar áhyggjur. "Þrátt fyrir að hugmyndin sé ekki að vera með neina forræðishyggju þá hefur það ítrekað sýnt sig að auðveldara aðgengi að áfengi, til að mynda í matvöruverslunum, eykur neyslu þegar í stað og það þrátt fyrir að eftirlit hafi verið aukið til muna á sama tíma. Við óttumst að hið sama verði hér uppi á teningnum en aukinni drykkju fylgir svo margt annað óæskilegt eins og heilsukvillar, ölvunarakstur og þar fram eftir götunum."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira