Innlent

Fer enn í reglulegar lýtaaðgerðir

Piltur sem slasaðist í andliti þegar flugeldur sprakk framan í hann fyrir þremur árum fer enn reglulega í augnaðgerðir til þess að laga lýti í kringum augun. Hann var svo heppinn að halda sjóninni og vill hann minna fólk á að fara varlega því allir geti lent í slysi sem þessu.

Þegar Haukur Jarl Krisjánsson var fimmtán ára var hann ásamt foreldrum sínum og vini í sumarbústað á þrettándanum. Síðan eru liðin þrjú ár og Haukur er enn í lýtaaðgerðum.

Haukur segir augnaðgerðirnar vera mjög sjársaukafullar og er hann stökkbólginn í andlitinu í nokkra daga á eftir. Það er ekki bara sársauki sem fylgir heldur er kostnaðurinn við aðgerðirnar kominn í um hálfa milljón króna.

Hlífðargleraugu hefðu breytt miklu í tilfelli Hauks og sparað honum margar aðgerðir. Nú þremur árum eftir slysið á Haukur enn eftir að fara í nokkrar aðgerðir og verður þeim væntanlega ekki lokið fyrr en eftir tvö til þrjú ár.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×