Innlent

Tvöfalda stærri hluta Reykjanesbrautar

Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kópavogs og Hafnarfjarðar en verkið er unnið í samráði við bæjaryfirvöld í Kópavogi og Garðabæ.

Auk þess að fjölga akreinum milli Fífuhvammsvegar og Kaplakrika, úr tveimur í fjórar, á að breyta gatnamótum við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og Álftanesveg. Þá verða gerð ný undirgöng fyrir gangandi vegfarendur við Bæjargil og Vífilsstaðalæk. Tilboð verða opnuð þann 24. janúar en verkinu á að vera að fullu lokið í október á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×