Innlent

Keyptu fasteignir fyrir 300 milljarða

Mest var salan á höfuðborgarsvæðinu. Þar var húsnæði jafnframt dýrast.
Mest var salan á höfuðborgarsvæðinu. Þar var húsnæði jafnframt dýrast.

Landsmenn keyptu og seldu fasteignir fyrir um 300 milljarða króna á árinu sem nú er að líða að mati Fasteignamats ríkisins.

Veltan í ár er sú mesta sem hefur nokkru sinni verið skráð hjá Fasteignamati ríkisins á einu ári. Í fyrra seldust fasteignir fyrir 226 milljarða króna en aukningin milli ára nemur 76 milljörðum eða þriðjungi heildarsölunnar í fyrra.

Um 15.000 þúsund kaupsamningar voru gerðir á árinu en þeir voru 14.300 á síðasta ári. Meðalkaupverðið hækkar um fjórðung, það var sextán milljónir króna í fyrra en tuttugu milljónir í ár.

Stærstur hluti veltunnar á fasteignamarkaði átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu, þar seldust fasteignir fyrir 225 milljarða króna en fasteignir utan höfuðborgarsvæðisins seldust fyrir 75 milljarða króna, fjórðung heildarupphæðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×