Innlent

Ákvörðun LSH felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Landspítala háskólasjúkrahúss um að stöðu Tómasar Zoega geðlæknis yrði breytt úr stöðu yfirlæknis á geðsviði í starf sérfræðilæknis. Þá var Landsspítalanum einnig gert að greiða Tómasi 950 þúsund krónur í málskostnað. Ákvörðunin var tekin í lok apríl á þeim forsendum að Tómas hefði neitað að samþykkja að hætta rekstri á eigin læknastofu. Hún hafði í för með sér launalækkun fyrir Tómas og eins minni ábyrgð. Hann ákvað þegar í stað að kæra ákvörðunina og krafðist ógildingar. Í dómnum frá í morgun segir að engin ástæða hafi verið til að víkja Tómasi úr starfi eða áminna hann, enda hafi hann í engu vanrækt skyldur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×