Innlent

Bréf í Dagsbrún rjúka upp

Hlutabréf í Dagsbrún hafa hækkað um rúmlega níu prósent í dag, eftir að tilkynnt var um breytingar í stjórn fyrirtækisins í morgun. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur tekið við stöðu forstjóra hjá 365 fjölmiðlasamsteypunni sem meðal annars á og rekur NFS. Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, mun hins vegar taka við forstjórastöðunni í móðurfélagi 365 og Og fjarskipta, Dagsbrún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×