Innlent

Stjórnarandstaðan vill kalla saman þing til að fresta launahækkun Kjaradóms

Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna gengu á fund forystumanna stjórnarflokkanna klukkan ellefu í morgun, þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra reynir að höggva á þann hnút sem kominn er upp vegna ákvörðunar Kjaradóms um kjör þjóðkjörinna fulltrúa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar, Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri-grænna, voru öll sammála um að nauðsynlegt sé að kalla saman þing til að fresta launahækkun Kjaradóms. Þau höfðu annars þetta að segja skömmu áður en þau gengu til fundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×