Innlent

Vinstri grænir vilja færa út friðarmörk á miðhálendinu

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs skorar á samvinnunefnd miðhálendisins að hafna alfarið öllum hugmyndum um Norðlingaölduveitu og leggur til að ný tillaga að skipulagi á svæðinu sunnan Hofsjökuls verði auglýst, þar sem friðlandsmörk Þjórsárvera verði færð út.  Að mati Vinstri grænna hefur aðstaða til slíks skapast með niðurstöðu umhverfisráðherra um svæðisskipulag miðhálendisins. Verði friðlandsmörkin færð út sem nemur umfangi hinna eiginlegu Þjórsárvera megi telja fullvíst að svæðið í heild sinni eigi möguleika á að vera tekið inn á hina eftirsóknarverðu heimsminjaskrá UNESCO, segir í tilkynningu frá þingflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×