Erlent

Barn 81 komið til Bandaríkjanna

Frægasta smábarn heims er komið til Bandaríkjanna. „Barn 81“, sem öðlaðist heimsfrægð í kjölfar hamfaranna í Asíu, lenti ásamt foreldrum sínum á Kennedy-flugvelli í New York í gær. Foreldrarnir voru brosið eitt við komuna til Bandaríkjanna þar sem þau munu koma fram með barninu í morgunsjónvarpi ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Barnið litla lét hins vegar lætin ekki á sig fá og svaf af sér mest allan hamaganginn í fjölmiðlum á flugvellinum. Fjölskyldan mun dvelja í góðu yfirlæti á Manhattan í boði ABC um óákveðinn tíma. Faðirinn vonast til þess að dvölin í Bandaríkjunum verði til frambúðar og að barnið litla muni ganga í þarlendan skóla þegar þar að kemur. Barnið varð frægt þegar fjöldi fólks gerði tilkall til þess eftir að það fannst eitt og yfirgefið á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Réttir foreldrar fundust svo með DNA-rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×