Sport

Ísland enn númer 94

Ísland stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag og situr í 94. sæti. Sem kunnugt er hefur karlalandsliðið ekki spilað leik síðan 13. október þegar liðið lá fyrir Svíum en listinn er gefinn út mánaðarlega. Brasilíumenn eru sem fyrr á toppnum, Frakkar í öðru, Argentína í þriðja, Tékkar í fjórða og Spánn í fimmta. Eina breytingin á topp 12 er hjá Mexíkó sem hækkar sig upp um eitt sæti og er nú jafnt Hollandi í 6. sæti. Nágrannar Íslands á listanum fyrir ofan eru Makedónar í 93 og Indónesía í 92. Fyrir neðan Ísland er Kórea í 95 og Turkmenistan í 96. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×