Sport

32 liða úrslit UEFA Cup hafin

Fyrri umferð 32 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu hófst í kvöld en 8 leikir eru á dagskrá. Ajax frá Hollandi vann 1-0 á franska liðinu Auxerre á meðan Parma og Stuttgart gerðu markalaust jafntefli á Ítalíu. Panathinaikos frá Grikklandi vann 1-0 sigur á Sevilla frá Spáni, serbneska liðið Partizan Belgrad gerði jafntefli, 2-2 við úkraínska liðið Dnipro Dnipropetrovsk á meðan Shakhtar Donetsk frá Úkraínu gerði 1-1 jafntefli við þýska liðið Schalke. Síðar í kvöld mætast Valencia frá Spáni og rúmenska liðið Steaua Bucharest. Austria Vienna tekur á móti Athletic Bilbao og Sporting Lisbon tekur á móti Feyenoord frá Hollandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×