Innlent

Harður árekstur á Akureyri

Kona var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja bíla rétt norðan við Akureyri um klukkan átta í gærkvöld. Í öðrum bílnum var kona ásamt tveimur börnum og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið og er hún hugsanlega beinbrotin. Börnin sakaði ekki. Í hinum bílnum var aðeins ökumaður og kvartaði hann undan eymslum undan bílbeltinu. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og talið er að annar bíllinn hafi farið yfir á rangan vegarhelming með fyrrgreindum afleiðingum. Þá urðu þrír minniháttar árekstrar í Kópavogi í nótt sem má rekja til hálku þar sem einn ökumaður slasaðist lítillega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×