Sport

Sundfólkið gerir það gott

Fjórir Íslensku keppendanna á Opna Danska meistaramótinu í sundi hafa unnið til verðlaunasætis í unglingaflokkinum. Þeir hafa reyndar ekki fengið verðlaun þar sem þeir eru ekki Danskir ríkisborgarar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 1. sæti unglinga í  400 m fjórsundi á tímanum 5.16.11, Auður Sif Jónsdóttir sigraði einnig í unglingaflokki í 1500 m skriðsundi á 17 mín.53,89. Sigrún Brá Sverrisdóttir náði frábærum árangri í 200 m skriðsundi en tími hennar þar var 2.08.15. Birkir Már Jónsson keppti í 100 m flugsundi og stóð sig mjög vel, náði 2. sætinu í unglingaflokki. Þetta kom fram á heimasíðu sundsambands Íslands, www.sundsamband.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×