Erlent

Blettur í laki líkist Maríu mey

Blettur í laki getur ekki verið tilefni til fréttar - nema í þessu tilviki. Góðhjartaður Ástrali gaf meðal annars rúmlak á fatalager góðgerðasamtaka þar í landi. Blettur í lakinu vakti þar mikla athygli þar sem hann þótti líkjast Maríu mey. Prestur sem var kallaður á staðinn var fullur efasemda og taldi ekki að um kraftaverk væri að ræða. Ekki er óalgengt að fólk þykist greina guðsmóðurina á ótrúlegustu stöðum og skemmst er að minnast þess þegar kona í Bandaríkjunum seldi gamla samloku fyrir morðfjár því að brauðristin hafði brennt jesúmynd á hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×