Sport

Hannes inn fyrir Eið Smára

Hannes Sigurðsson, leikmaður Viking í Noregi, mun koma inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Króötum og Ítölum í stað Eiðs Smára Guðjohnsen sem er meiddur á læri og þurfti að draga sig út úr hópnum í morgun. Hannes er einnig í U-21 árs landsliðinu og mun hann spila með því á föstudaginn áður en hann kemur inn í hópinn hjá A-liðinu. Hannes er nýliði en hann hefur skorað sex mörk fyrir íslenska U-21 árs liðið í undankeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×