Telur nýju Hringbrautina mistök 3. nóvember 2005 20:15 Borgarfulltrúi R-listans telur nýju Hringbrautina vera mistök því hún taki allt of mikið landrými. Hann segir að grafa verði götuna niður eða byggja yfir hana þegar Vatnsmýrin verði byggð upp. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu mikið pláss nýja Hringbrautin myndi taka þegar hugmyndin var á teikniborðinu. Hann segir að þetta sé eftir á að hyggja eitt af því sem hann sjái einna mest eftir að hafa tekið þátt í að samþykkja. Þetta hafi verið umdeilt á sínum tíma en farið hafi verið rækilega í gegnum málið. Það byggist á gömlum samning milli ríkis og borgar sem borgin hafi kannski ekki átt mikla möguleika á að komast undan. Árni segir einnig gatnamótin við Snorrabraut vera óheppileg á margan hátt. Þar séu gallar sem hann og fleiri hafi bent á þegar brautin var í hönnun, t.d. að þegar menn komi Snorrabrautina og ætli vestur þá þurfi þeir fyrst að fara í austur. Þá vekur það líka athygli að þegar ekið er austur gömlu Hringbrautina eins langt og hægt er endar með því að ökuferðin liggur vestur í bæ. Árni hefur áhyggjur af því að Hringbrautin muni aðgreina Vatnsmýrina og miðborgina of mikið og telur að breytinga verði þörf samhliða uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Hann segir að þá verði að gera ráðstafanir á hringbrautinni þannig að hún skeri ekki algerlega Vatnsmýrina frá miðborginni og Þingholtunum. Það sé hægt með því að taka hana niður í jörð eða byggja yfir hana. Yfir nýju Hringbrautina liggur eflaust lengsta göngubrú landsins. Hjá gatnamálasviði Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar valið hafi staðið á milli þess að hafa landfyllingu þar sem brúin lækkar úr fimm metra hæð eða að hafa hana í boga. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Borgarfulltrúi R-listans telur nýju Hringbrautina vera mistök því hún taki allt of mikið landrými. Hann segir að grafa verði götuna niður eða byggja yfir hana þegar Vatnsmýrin verði byggð upp. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu mikið pláss nýja Hringbrautin myndi taka þegar hugmyndin var á teikniborðinu. Hann segir að þetta sé eftir á að hyggja eitt af því sem hann sjái einna mest eftir að hafa tekið þátt í að samþykkja. Þetta hafi verið umdeilt á sínum tíma en farið hafi verið rækilega í gegnum málið. Það byggist á gömlum samning milli ríkis og borgar sem borgin hafi kannski ekki átt mikla möguleika á að komast undan. Árni segir einnig gatnamótin við Snorrabraut vera óheppileg á margan hátt. Þar séu gallar sem hann og fleiri hafi bent á þegar brautin var í hönnun, t.d. að þegar menn komi Snorrabrautina og ætli vestur þá þurfi þeir fyrst að fara í austur. Þá vekur það líka athygli að þegar ekið er austur gömlu Hringbrautina eins langt og hægt er endar með því að ökuferðin liggur vestur í bæ. Árni hefur áhyggjur af því að Hringbrautin muni aðgreina Vatnsmýrina og miðborgina of mikið og telur að breytinga verði þörf samhliða uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Hann segir að þá verði að gera ráðstafanir á hringbrautinni þannig að hún skeri ekki algerlega Vatnsmýrina frá miðborginni og Þingholtunum. Það sé hægt með því að taka hana niður í jörð eða byggja yfir hana. Yfir nýju Hringbrautina liggur eflaust lengsta göngubrú landsins. Hjá gatnamálasviði Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar valið hafi staðið á milli þess að hafa landfyllingu þar sem brúin lækkar úr fimm metra hæð eða að hafa hana í boga.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira