Fagottkonsert í tilefni af afmæli Seltjarnarness 3. nóvember 2005 11:15 Rúnar Vilbergsson byrjaði að læra á fagott fyrir rúmum þrjátíu árum. Hann leikur verk eftir Vivaldi í kvöld. Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til afmælistónleika í Háskólabíói í kvöld í tilefni af 125 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Rúnar Vilbergsson sem leikur fagottkonsert eftir Vivaldi. Rúnar er reyndur fagottleikari. Auk þess að hafa blásið með Hinum íslenska þursaflokki um árabil hefur hann m.a. leikið með hljómsveit Íslensku óperunnar og Kammersveit Reykjavíkur. "Þetta er mjög skemmtilegt verk, bæði vel skrifað og áheyrilegt," segir Rúnar um konsertinn í kvöld. "Hann [Vivaldi] var í Feneyjum í skóla munaðarlausra stúlkna þar sem hann kenndi. Það er talið að hann hafi skrifað verkið fyrir þær. Því hefur verið haldið fram að þarna í skólanum hafi verið dætur auðmanna sem voru fæddar utan hjónabands og því sjálfsagt einhverjir peningar í spilinu fyrir Vivaldi," segir hann. Aðspurður segist Rúnar hafa byrjað að læra á fagott um 1971. "Það var eiginlega fyrir tilviljun. Ég var að vinna með manni á trésmíðaverkstæði og hann vildi kenna mér á hljóðfæri. Hann kenndi mér á víólu en síðan þegar það vantaði fagott í skólahljómveitina var ég til í að prófa það." Rúnar spilar ennþá af og til með Þursaflokknum og segir það alltaf jafngaman. "Það er alltaf gaman að vera í popphljómsveit. Við höfum komið saman nokkrum sinnum undanfarin ár þannig að hann hefur ekki verið formlega lagður niður. Það er allt önnur aðkoma þegar maður er í svona hljómsveit. Maður er í allt öðrum gír," segir Rúnar. Á tónleikunum í kvöld koma einnig fram þau Davíð Ólafsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Sesselja Kristjándóttir og Þóra Einarsdóttir sem syngja Messu í D-dúr eftir Dvorák. Selkórinn, undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, tekur einnig þátt í flutningnum. Kórinn hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir tónleikana og telur nú hartnær níutíu söngvara. Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til afmælistónleika í Háskólabíói í kvöld í tilefni af 125 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Rúnar Vilbergsson sem leikur fagottkonsert eftir Vivaldi. Rúnar er reyndur fagottleikari. Auk þess að hafa blásið með Hinum íslenska þursaflokki um árabil hefur hann m.a. leikið með hljómsveit Íslensku óperunnar og Kammersveit Reykjavíkur. "Þetta er mjög skemmtilegt verk, bæði vel skrifað og áheyrilegt," segir Rúnar um konsertinn í kvöld. "Hann [Vivaldi] var í Feneyjum í skóla munaðarlausra stúlkna þar sem hann kenndi. Það er talið að hann hafi skrifað verkið fyrir þær. Því hefur verið haldið fram að þarna í skólanum hafi verið dætur auðmanna sem voru fæddar utan hjónabands og því sjálfsagt einhverjir peningar í spilinu fyrir Vivaldi," segir hann. Aðspurður segist Rúnar hafa byrjað að læra á fagott um 1971. "Það var eiginlega fyrir tilviljun. Ég var að vinna með manni á trésmíðaverkstæði og hann vildi kenna mér á hljóðfæri. Hann kenndi mér á víólu en síðan þegar það vantaði fagott í skólahljómveitina var ég til í að prófa það." Rúnar spilar ennþá af og til með Þursaflokknum og segir það alltaf jafngaman. "Það er alltaf gaman að vera í popphljómsveit. Við höfum komið saman nokkrum sinnum undanfarin ár þannig að hann hefur ekki verið formlega lagður niður. Það er allt önnur aðkoma þegar maður er í svona hljómsveit. Maður er í allt öðrum gír," segir Rúnar. Á tónleikunum í kvöld koma einnig fram þau Davíð Ólafsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Sesselja Kristjándóttir og Þóra Einarsdóttir sem syngja Messu í D-dúr eftir Dvorák. Selkórinn, undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, tekur einnig þátt í flutningnum. Kórinn hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir tónleikana og telur nú hartnær níutíu söngvara.
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira