Innlent

Ólæsi eða gullfiskaminni

Akranes. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness er lagt út af yfirlýsingu forstjóra Vinnumálastofnunar og talið staðfest að 2B fari ekki að lögum.
Akranes. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness er lagt út af yfirlýsingu forstjóra Vinnumálastofnunar og talið staðfest að 2B fari ekki að lögum.

Lögmaður 2B starfs­manna­leigu­nnar gagn­rýn­ir harð­lega lagatúlkun verkalýðsfélaga og Vinnumálastofnunar. Verkalýðsfélögin telja mörg hver að Vinnumálastofnun hafi staðfest að 2B hafi ekki farið að lögum. Á vef Samiðnar er vísað er til yfirlýsingar Gissurs Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar um túlkun og framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga.

Í yfirlýsingu forstjóra Vinnu­mála­stofnunar segir að upplýst skuli að Vinnumálastofnun túlki og framkvæmi lög um atvinnuréttindi útlendinga á þann veg að fyrirtæki með staðfestu á Íslandi, sem óski eftir erlendu vinnuafli frá hinum nýju ríkum Evrópusambandsins eða ríkjum utan EES verði að sækja hér um atvinnuleyfi og dvalarleyfi. "Breytir þá engu hvort fyrirtækið er starfsmannaleiga eða stundar annars konar starfsemi," segir í yfirlýsingunni. "Annað hvort eru menn ólæsir eða hafa algjört gullfiskaminni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B ehf. Í sýknudómi Héraðsdóms Austurlands yfir GT-verktökum segir Sveinn Andri að sérstaklega hafi verið bent á fyrirvara í bráðabyrgðaákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga þar sem gildistöku sex mánaða reglunnar svokölluðu er frestað til maí 2006. "Þess vegna kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða reglan sé óbreytt og enginn fyrirvari um hana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×