Innlent

Samningunum ennþá ólokið

Ríkissáttasemjari fundaði í gær með forsvarsmönnum Sjúkraliðafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga sem átt hafa í kjaraviðræðum frá því á mánudag í síðustu viku.

Sjúkraliðar sem starfa við sjálfseignarstofnanir innan Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu funduðu einnig með ríkissáttasemjara í gær. Að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttir, formanns Sjúkraliðafélags Íslands, er samningum enn ólokið, aðeins var farið yfir málin á fundunum og eru frekari fundir fyrirhugaðir á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×