Innlent

Átti sprengju og fíkniefni

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brot á fíkniefna-, vopna- og umferðarlögum. Maðurinn var tekinn á Blönduósi í sumar með amfetamín og heimatilbúna sprengju í fórum sínum, en er auk þess dæmdur fyrir ýmis umferðarlagabrot.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hefur á árunum 1994 til 2003 hlotið 16 refsidóma fyrir margvísleg brot. Með vísan til brotasögu mannsins sagði dómurinn að ekki væri unnt að skilorðsbinda dóm hans nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×