Ein skemmtilegasta tónleikasveitin 20. nóvember 2005 14:00 Rokkdúettinn The White Stripes heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld Rokkdúettinn The White Stripes, sem heldur tónleika í Laugardagshöll á sunnudagskvöld, þykir ein skemmtilegasta tónleikasveit samtímans. Freyr Bjarnason leit yfir feril sveitarinnar. Sveitin var stofnuð í Detroit árið 1997 af þeim Jack White og Meg White. Fyrsta plata sveitarinnar, samnefnd henni, kom út 1999 og vakti mikla athygli. Í kjölfarið fylgdu plöturnar De Stijl, White Blood Sells, Elephant og nú síðast Get Behind Me Satan, sem er sú fimmta í röðinni. Á meðal vinsælustu laga The White Stripes til þessa eru Seven Nation Army, I Just Don"t Know What To Do With My Self og Fell in Love With a Girl. Þau Jack og Meg stofnuðu sveitina með það í hyggju að búa til einfalda rokktónlist. Fyrsta platan var undir miklum blúsáhrifum en með árunum hafa þau áhrif minnkað aðeins, þó svo að blúsinn sé enn meginuppstaðan í lagasmíðunum. Vinsældir sveitarinnar hafa aukist með hverri plötunni og nú er svo komið að hún er orðin ein sú stærsta í rokkinu, þrátt fyrir sérstöðu sína. The White Stripes er óvenjuleg að því leyti að enginn bassaleikari er í sveitinni, heldur er aðeins notast við trommur og gítar. Naumhyggjan er í fyrirrúmi þar sem mest áhersla er lögð á hið hráa og kraftmikla. Til að fanga þann rokkhljóm hefur sveitin tekið plötur sínar upp á örskömmum tíma og var til að mynda Get Behind Me Satan tekin upp á aðeins tveimur vikum síðastliðið vor. The White Stripes hefur einnig vakið athygli fyrir rauða og hvíta litinn sem hefur einkennt útlit sveitarinnar allt frá byrjun. Söngvarinn og gítarleikarinn Jack White mun dvelja hér á landi frá laugardegi til mánudags en Meg verður lengur og fer af landi brott um miðja næstu viku. Uppselt er í stúku á tónleikana en nokkrir miðar eru enn eftir í stæði. Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira
Rokkdúettinn The White Stripes, sem heldur tónleika í Laugardagshöll á sunnudagskvöld, þykir ein skemmtilegasta tónleikasveit samtímans. Freyr Bjarnason leit yfir feril sveitarinnar. Sveitin var stofnuð í Detroit árið 1997 af þeim Jack White og Meg White. Fyrsta plata sveitarinnar, samnefnd henni, kom út 1999 og vakti mikla athygli. Í kjölfarið fylgdu plöturnar De Stijl, White Blood Sells, Elephant og nú síðast Get Behind Me Satan, sem er sú fimmta í röðinni. Á meðal vinsælustu laga The White Stripes til þessa eru Seven Nation Army, I Just Don"t Know What To Do With My Self og Fell in Love With a Girl. Þau Jack og Meg stofnuðu sveitina með það í hyggju að búa til einfalda rokktónlist. Fyrsta platan var undir miklum blúsáhrifum en með árunum hafa þau áhrif minnkað aðeins, þó svo að blúsinn sé enn meginuppstaðan í lagasmíðunum. Vinsældir sveitarinnar hafa aukist með hverri plötunni og nú er svo komið að hún er orðin ein sú stærsta í rokkinu, þrátt fyrir sérstöðu sína. The White Stripes er óvenjuleg að því leyti að enginn bassaleikari er í sveitinni, heldur er aðeins notast við trommur og gítar. Naumhyggjan er í fyrirrúmi þar sem mest áhersla er lögð á hið hráa og kraftmikla. Til að fanga þann rokkhljóm hefur sveitin tekið plötur sínar upp á örskömmum tíma og var til að mynda Get Behind Me Satan tekin upp á aðeins tveimur vikum síðastliðið vor. The White Stripes hefur einnig vakið athygli fyrir rauða og hvíta litinn sem hefur einkennt útlit sveitarinnar allt frá byrjun. Söngvarinn og gítarleikarinn Jack White mun dvelja hér á landi frá laugardegi til mánudags en Meg verður lengur og fer af landi brott um miðja næstu viku. Uppselt er í stúku á tónleikana en nokkrir miðar eru enn eftir í stæði.
Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira