Sport

Terry hafi verið valinn bestur

Ensk dagblöð fullyrða í dag að John Terry, fyrirliði Chelsea, hafi verið valinn leikmaður ársins af félögum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atkvæðagreiðslu er lokið en ekki verður tilkynnt um úrslitin fyrr en 24. apríl. Samkvæmt heimildum blaðanna urðu þrír leikmenn Chelsea efstir, en Frank Lampard varð annar og markvörðurinn Peter Cech þriðji. Thierry Henry, leikmaður Arsenal, var valinn bestur í fyrra af leikmönnum deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×