Innlent

Aukin áfengisneysla í desember

MYND/Hjörtur

Neysla áfengis eykst mikið í kringum jólin enda tilefnin æri mörg til að fá sér í glas. Lýðheilsustofnunin hefur hafið auglýsingaherferð til að minna fólk á að gæta varúðar í meðferð áfengis.

Sjónvarpsstöðvarnar hafa hafið sýningu á auglýsingum sem sýna skuggahliðar áfengisneyslu. Um þrjár ólíkar auglýsingar er að ræða. Ein fjallar um ofbeldi sem oft er fylgifiskur áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu. Önnur um að áfengi sé alltaf áfengi sama þótt um léttvín og bjór sé að ræða og sú þriðja um skaðsemi þess að drekka á meðgöngu.

Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna, segir ætlunina að sýna auglýsingarnar nú þegar notkun áfengis er meiri en ella. Þeim sem ætlað að sýna skaðleg áhrif áfengisneyslu.

Tækifærin til að neyta áfengis eru mörg í jólaglöggi og boðum í desember. Rafn segir að áfengisneysla virðist vera að aukast jafnt og þétt. Smásöluvísitala sem tekin er saman við Viðskiptaháskólann á Bifröst sýni að meðaltalsneysla áfengis sé 50-60% meiri í desember heldur en í venjulegum meðaltalsmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×