Lífið

Tónleikum Franz Ferdinand frestað

Tónleikum skosku hljómsveitarinnar Franz Ferdinand, sem fyrirhugaðir voru á Íslandi 27. maí næstkomandi, hefur verið frestað til 2. september. Í tilkynningu frá tónleikarahöldurum segir að liðsmenn Franz Ferdinand séu nú önnum kafnir við upptökur á nýrri plötu og svo virðist sem eitthvað ætli að taka lengri tíma en til stóð að klára þær upptökur. Af þeim orsökum hefur hljómsveitin neyðst til að afboða alla fyrirhugaða tónleika í vor og fyrri hluta sumars. Ef einhverjir aðdáendur hljómsveitarinnar eru svo óheppnir að komast ekki á tónleikana á nýrri dagsetningu geta þeir hinir sömu fengið miða sína endurgreidda í verslunum Skífunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.