Vill reisa álver á Norðurlandi 17. maí 2005 00:01 Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira