Vill reisa álver á Norðurlandi 17. maí 2005 00:01 Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira