Innlent

Álagningarseðlar sendir út

Skattstjórar landsins leggja fram álagningarskrár á föstudag og sama dag verða 230 þúsund álagningarseðlar vegna síðasta árs sendir út. Mikill meirihluti framteljenda töldu fram rafrænt og geta þeir frá og með morgundeginum leitað upplýsinga um sína álagningu með rafrænum hætti. Stöðugt fjölgar þeim sem telja fram á þennan hátt og er hlutfall þeirra orðið 87 prósent. Einnig fjölgar þeim sem telja fram sjálfir, án aðstoðar endurskoðenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×