Lífið

Flughátíð í Fljótshlíð um helgina

Hin árlega flugkoma Flugmálafélags Íslands verður í Múlakoti í Fljótshlíð um Verslunarmannahelgina. Flugkoman er ætluð öllum flugáhugamönnum og fjölskyldum þeirra og hefur verið árlegur viðburður síðasta 21 árið. Þeir sem koma fljúgandi geta lent á flugvellinum og geymt vélarnar á afgirtum stæðum á vellinum. Flugmálafélag Íslands var stofnað 1936 og er regnhlífarsamtök félagasamtaka í flugtengum íþróttum. Þar má nefna vélflug, svifflug, svifdrekaflug, fisflug, listflug, fallhlífarstökk, módelflug, heimasmíði og fleiri greinar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.