Sport

Ívar í byrjunarliði Reading

Ívar Ingimarsson er að vanda í byrjunarliði Reading sem nú leikur á útivelli gegn Brighton í ensku Championship deildinni í knattspyrnu og er staðan 0-0 í hálfleik. Reading er í 7. sæti deildarinnar með 57 stig og í hörkubaráttu um að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeild. Liðið er aðeins einu stigi á eftir næsta liði, Sheffield Utd í 6. sæti en Brighton er hins vegar í 19. sæti með 44 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×