Sport

Tími Kluivert liðinn?

Patrick Kluivert, leikmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segist lítinn áhuga hafa á því að leika með hollenska landsliðinu. "Ég held að ég myndi ekki fara ef ég yrði valinn," sagði Kluivert. "Það skiptir mig ekki máli hvort ég verði valinn eður ei. Þessum kafla er líklega lokið í mínum lífi." Hinn 28 ára gamli Kluivert hefur skorað 40 mörk fyrir Hollendinga. Hann hefur ekki verið í liðinu síðan á EM 2004 en Ruud van Nistelrooy var látinn taka sæti hans eftir það. "Það sem skiptir mig mestu máli er Newcastle United og að leika vel fyrir liðið," bætti Kluivert við en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá liðinu og aðeins skorað 4 mörk í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×