Sport

Slagsmál í enska boltanum?

Fregnir frá Bretlandi herma að átök hafi átt sér stað í leikmannagöngunum eftir leik Birmingham og Aston Villa sem fram fór í gær. Birmingham vann viðureignina, 2-0, en enska knattspyrnusambandið fór þess á leit við Mike Riley, dómara leiksins, að skila skýrslu um málið. Einn af öryggisvörðum vallarins þurfti að ganga á milli Lee Hendrie og Mario Melchiot til að róa þá niður. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, sagðist ekki hafa orðið vitni að neinu óeðlilegu. Málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×