Lífið

Cruise og Holmes í hjónaband

Hollywood-leikararanir Tom Cruise og Katie Holmes ætla að ganga í hjónaband. Cruise mun hafa beðið Holmes í Eiffel-turninum í París í morgun. Leikaraparið hefur verið saman í tæpa tvo mánuði og vakið óskipta athygli heimspressunnar. Cruise hefur mætt í hvern spjallþáttinn á fætur öðrum og opinberað ást sína með gífuryrðum og loftköstum, en þó hafa vangaveltur verið uppi um að samband þeirra sé ein stór auglýsingabrella. Þau virðast ætla að afsanna þá kenningu. Holmes var með gríðarstóran demantshring á fingri og Cruise sagðist illa sofinn þegar þau tilkynntu stórtíðindin á fundi með blaðamönnum í morgun. Cruise var lengst af giftur leikkonunni Nicole Kidman en eftir að þau skildu var hann í sambandi með spænsku leikkonunni Penelope Cruz. Ferilskrá Holmes í ástarmálum er öllu snautlegri en hún er jú einum sextán árum yngri en Cruise.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.