Innlent

Þingið í jólafrí

Við umræður á Alþingi. Pétur Blöndal ræðir við ráðherrana Valgerði Sverrisdóttur, Árna Mathiesen og Guðna Ágústsson.
Við umræður á Alþingi. Pétur Blöndal ræðir við ráðherrana Valgerði Sverrisdóttur, Árna Mathiesen og Guðna Ágústsson.

Þinghaldi á Alþingi var frestað á áttunda tímanum í gærkvöldi til 17. janúar. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, þakkaði samstarf og lipurt verklag við að ljúka þingstörfum á tilsettum tíma. Hún bað þingmenn að taka bruna í rafmagnstöflu þingsins í vikunni sem tákn um að þingmenn skyldu ekki vinna fram á nótt eins og gert hafði verið kvöldið áður en bilunin varð.

Margrét Frímannsdóttir þakkaði forseta og starfsmönnum þingsins lipurð og þolinmæði fyrir hönd þingmanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra las upp forsetabréf um frestun þinghalds og óskaði landsmönnum gleðilegra hátíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×